Þið eruð margir hverjir að rugla bara einhverja bölvaða þvælu..
skil ekki málið með bassa Effecta… mér finnst að bassasound eigi að vera clean með mikið treble og sona miðju mikið Bass. semsagt biting sound, know what I mean?
Sem betur fer þá eru menn bara að sækjast eftir mismunandi soundum.. Bæði eftir böndum og einnig krefjast mismunandi lög mismunandi sounds á bassa.
Mikið Treble og miðjubit er mjög gott ef þú t.d. að spila með Bassheavy gítarleikurum, sem eru by the way óþolandi margir heheh.. en t.d. hentar alls ekki í aðtæðum þar sem þú þarft að vera meira smooth eða halda upp botninum þar sem gítarleikarnir eru sjálfir on the treble side..
ja ég nota akkúrat þessa EQ stillingu, en mér finnst bassaleikarinn frekar tómlegur ef hann notar enga effecta :/ bara mín skoðun.
Tómlegur,, skil nú ekki einu sinni hvað þú meinar með þessu.. held að hljóðfæri verði nú sjaldnast tómleg, meira að segja þunnt lítið sound smellpassar við sumar aðstæður.. En held að aðalmálið sé bara ekki að vera tilbreytingarlaus, Ef þú spilar öll lög með overdrive, fæ ég mjög fljótt leið á þér.. rétt eins og þú myndir spila öll lög án þess, með sama attacki og soundi á bassa. Lög krefjast mismunandi sounds á bassa, hvort sem þú ert þá að tala um að nota effecta eða mismunandi Eq. eða spila eitt með puttunum annað með nögl.. Fjölbreytni og að þjóna laginu er það sem málið snýst um. Ef þú er með bassa með brjáluðu overdrive og rosa flott.. En það gerir ekkert fyrir lagið, þá ertu bara í ruglinu og hugsa um að looka flottur sjálfur..
Compressor jú, nema þeir sem eru að nota kannski einhverja sérstaka Pre-ampa “Di boxes”, Annars nota held ég flestir bassaleikarar Overdrive
Þó þú sért að nota sérstakann pre-amp, eða DI.. sem er by the way ekki sami hluturinn, það hefur yfirleitt ekki áhrif á hvort þú notir Compressor eða ekki.. Og compressor er bara yfirleitt alltaf notaður að einhverju leiti hvort sem er við upptökur eða live.. Og ástæða þess er að mestu til að vernda hátalarana. Og yfirleitt þegar verið er að tala um gæði compressora er miðað við, Því meira transparent sem þeir eru því betri.. Góður compressor er þegar þú heyrir varla að hann sé á bassanum… s.s. þeir eru ekki notaðir sem effectar til að móta soundið heldur til að koma í veg fyrir peak, og auðvitað náttúrulega gerir spilamennsku þína aðeins jafnari, þess vegna eru margir svo hrifnir af þeim. En jú stundum er gaman að nota compressor sem effect, getur gefið þér meira punch og volume einnig en eru sjaldnast notaðir á þann hátt.. Og fátt er eins leiðinlegt og of compressað sound. Mjög margir soundgaurar hér sem lenda í þeim pakka hva trommur varðar, mætti stundum halda að þeir væru að hugsa talsvert meira um að vernda græjurnar en hvernig bandið er að sounda.. Kannski málið bara að lækka aðeins, hugsa meira um soundið og þá er hugsanlegt að þeir fái meira complement fyrir vinnuna sína og meira að gera..
Persónulega finnst mér bassaleikarinn ekki vera sannur ef hann notar ekki overdrive og hvað þá Compressor!
???????????? þannig að bassaleikari án overdrive og compressor er bara ekki sannur bassaleikara. Eitt vitlausasta statement hér inni frá upphafi..
jebb, mér finnst að bassi eigi ekki að þurfa overdrive. Bara nota nögl og spila soldið fast!
Þetta er að ég held uppáhalds statementið hér hjá mér. .hehehehe.. Að spila með nögl og nota overdrive gefur ekkert sama soundið. Hey kannski spurning um að nota overdrive og nota nögl.. það væri málið :) neinei. að öllu gríni slepptu. Þá er ekkert bara til einn overdrive effect.. og þeir hljóma býsna mismunandi….
Effectar eru bara ekki málið fyrir bassa, nema þá bara EQ og Comp. Spurning um að fá sér bara góðann rack-compressor. (sem heitir ekki behringer ;P)
Auðvitað eru effectar jafn mikið málið fyrir bassa, gítar Piano, whatever.. nota ýmindunaraflið.. By the way, þá er ég nú ekkert sérstaklega hrifinn af Behringer. En compressorarnir þeirra eru nú alveg ágætir miðað við verð, bara býsna transparent.. Að sjálfsögðu hafa þeir ekkert í þá dýrari að gera, en það er nú heldur ekkert það sem þeir eru að reyna.
Gildir alveg það sama með Eq og effecta.. passa sig að ofnota ekki.
Ég nota ekki effecta á bassanum. En nota mismundandi Eq, og spila örsjaldan með nögl ef lagið krefst þess. En er afskaplega hlyntur því að menn noti effecta á skapandi hátt.. Endilega ef menn hafa efni á því að versla sér fullt af effectum að prófa eins mikið og þeir geta.
Varðandi Overdrive effecta er aðal kvörtunar efnið virðist vera að þeir taki svo mikinn botn í burtu.. Það er ástæðan fyrir því að svo margir pro gaurar eru með 2 rigg, eitt sem er clean og annað með effectum og því blandað saman. Sumir nota meira að segja Gítarmagnara fyrir overdrive soundið á bassanum en samt það eru til örfáir overdrive effectar sem keyra botninn hreinann út en dist/overdr. á miðju og topp..