Ég er búin að tromma í 30 ár og ég þríf þá nánast aldrei. Í mesta lagi með volgu vatni og mildri sápu (t.d. hársjámpó). “Cymbal cleaner” gerir þá yfirleitt ljóta með tímanum og eyðir svokölluðu “protective coat/varnarhúð” sem allir nýir cymbalar eru úðaðir með. Semsagt: að nota cymbal cleaner gerir þá flotta í smá tíma, síðan þarf fljótlega að gera það aftur…og aftur…og aftur… og á endanum verða þeir ljótir og lógóin hverfa mjög fljótt. En ef þú endilega vilt nota cleaner, notaðu þá Paiste cleanerinn og síðan “Paiste cymbal protector” eftir á. Paiste er með skaðminnsta cleanerinn. Og EKKI NOTA CIF eða neitt sem er “abrasive” eða cornótt. Það rífur í málminn og eyðir í raun cymbalanum.
www.trommari.is