Hausinn er af gerðinni jcm 2000 dsl 100 hér eru upplýsingar um hann: http://marshallamps.com/product.asp?productCode=DSL100
Boxið keypti ég ekki upprunalega með hausnum heldur skipti ég hinu gamla fyrir annað glænýtt, betra og dýrara box.
Fyrra boxið var af gerð 1960 A og mér fannst vera leiðinlegt kalt sound úr því, soundið bjagaðist of seint og allt of mikill botn. En nýja boxið (1960 AX) er yndislegt, það er ótrúlegt hvað keilurnar geta skipt miklu máli fyrir soundið og fílinginn. Nýja boxið er með miklu mýkra sound og bara eðlilegra.
Linkur fyrir 1960 A: http://marshallamps.com/product.asp?productCode=1960A/B&pageType=SPECS
Það stendur ekkert um 1960 AX boxið á marshall síðunni en ég veit að það er með 4x12" celestion greenbacks keilum, 16ohm er kannski ca. 25kg og er með 100W output.
Ok, hausinn keypti ég á 110.000 og boxið á 85.000, samanlagt 195.000. Ég hafði hugsað mér að selja stæðuna á 175.000 en væri líka til í að skipta á fender combo-i eins og til dæmis twin amp, twin reverb eða bassman '59.
Ástæðan fyrir því að ég er að selja stæðuna mína er vegna þess hvað hún er fyrirferðarmikil annars er hún mjög vel farin og soundar geðveikt vel.
Ísak kveður