Neibb, ég sá þessi stykki frá ca 25 pundum og niður í 15 pund og bölvaði sjálfum mér fyrir að vera búinn að eyða öllum peningunum mínum.
Sennilega var verið að selja upp einhvern afgangs lager af þessum græjum akkúrat þessa stundina í Manchester, kannski eru þetta pedalar sem fólk hafði bara ekki áhuga á að eignast og það var búið að lækka þá niður úr öllu valdi til að reyna að losna við þá.
Maður tekur oft eftir því í verslunum úti að það eru einhverjir ákveðnir hlutir sem eru að því virðast fáránlega ódýrir á einhverjum tímapunkti og að þeir virðast fást allsstaðar fyrir klink, oft eru svona hlutir auglýstir sérstaklega til að fá fólk til að koma í verslanirnar í von um að það kaupi eitthvað annað í leiðinni, akkúrat þarna og á þessum tíma var það þessi græja sem var á tilboði allsstaðar.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.