Ég þurfti ekki neitt nema hugbúnaðinn semsagt, ég er með M-Audio Ozone hljómborð með innbyggðu hljóðkorti tengt með usb snúru við tölvuna sem er betra hljóðkort en það sem er í fartölvunni þannig að ég nota ekki hljóðkortið í fartölvunni.
Ég nota hugbúnað sem heitir Live frá Ableton til að búa til mússik á og er með nokkra mismunandi syntha/orgel/píanó sem vst sem ég opna í Ableton, þetta er allt sem að ég þarf.
Á Ozone hljómborðinu er instrument/jack tengi inn í hljómborðið þannig að ég get tengt gítar/bassa/hljóðnema beint í það, þetta svínvirkar og ég hef ekki þurft neinn viðbótar útbúnað nema þá helst einhverskonar “gítarmagnara” sem í mínu tilfelli er Behringer V Amp, svoleiðis kostar einhvern 15.000 kall og hljómborðið kannski 20.000, hugbúnaðnum stal ég á netinu..
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.