Álfheimar: Þar búa ljósálfar, ljósir og fagrir öfugt við dökkálfa sem búa í jörðu.
Breiðablik: Fegursti staður á himnum. (þar sem það er víðsýnt). Baldur býr þar. Baldur er guð fegurðar og friðar.
Glitnir: Heimili Forseta Baldurssonar. Úr rauðu gulli og silfri.
Himnabjörg: Þar sem Bifröst kemur til himna. Heimdallur býr þar.
Valaskjálf: í höllinni er hásæti Óðins, Hliðskjálf(sér allt þaðan). Höllin er gerð úr Silfri.
Gimlé: Höll. (óhultur fyrir eld). Fegursta höllin. Sá eini staður sem stendur eftir Ragnarök. Stendur á þriðju hæð í himnum. Stendur í Víðbláni(þriðja hæð himna)
Í trjákrónunni situr örn. Örninn er ávallt að rífast við Níðhögg (í Hvergelmi).
- Á milli augna arnarins situr fálki (haukur, hann heitir Veðurfölnir).
- Íkorninn Ratatoskur rennur upp og niður eftir askinum og ber öfundarorð á milli arnarins og Níðhöggs.
Mundilfari(Maður) eignast Mána og Sól.
Hrímfaxi er hestur Nótt(Nætur)
Skinfaxi er hestur Dags
Tungl og sól hreyfast vegna þess að úlfar eru að elta þá:
Hati Hróðvitnisson (Mánagarmur) eltir tunglið(sonur fenrisúlfs)
Skoll eltir sólina
Úlfarnir eru synir tröllkvenna er Járnviðjur heita.
Skoll mun gleypa sólina einhvern tímann (við ragnarök)
Óðinn: æðstur og elstur, ræður öllum hlutum. Allir þjóna honum. Faðir allra goða
Þór: Framastur ása. Ása-Þór/Öku-Þór. Sterkastur guða og manna. Á ríki í Þrúðvangi en höll hans er Bilskirnir(500x120). Hús mest svo menn hafa gert. Á tvo hafra, Tanngnjóstur og Tanngrisni. Mjölnir, Megingjarðirnar og Járnglófar.
Baldur: Bestur og allir lofa hann. Það lýsir af honum hann er svo fagur. Vitrastur ásanna og fegurstur. Býr í Breiðablik. Búið að gera samning við alla nema mistiltein um að vinna honum mein.(Loki og Höður)
Njörður: Býr í Nóatúni. Ræður Vind og eld. Guð sjómanna. Á endalausan pening. Alinn í Vanaheimum og er ekki ásaættar. Skaði Þjasadóttir er kona hans. Hún bjó i Þrymheimum. Hann á Frey og Freyju.
Freyr: hinn ágætasti af ásum. Ræður fyrir regni og skini sólar og ávexti jarðar. Ræður fésælu manna. Gerður kona hans. Allra kvenna fegurst.
Týr: Djarfastur og best hugaður. Ræður sigri í orrustum. Mark um djarfleik hans er þegar hann leggur höndina að veði – Fenrisúlfur. Er einhentur.
Bragi: ágætur að speki og mest að málsnilld og orðfimi. Kona hans er Iðunn sem geymir epli í öskju sinni. Eplin=tryggja að æsirnir séu ungir til Ragnarökkurs..
Heimdallur: mikill og heilagur, hvíti ás. Tennur hans voru af gulli. Hestur hans heitir Gulltoppur. Býr í Himinbjörgum við Bifröst. Vörður goða og gætir brúarinnar. Þarf minni svefn en fugl, sér jafn nótt og degi. Heyrir gras vaxa og og ull á sauðum. Hefur lúðurinn Gjallarhorn sem heyrist um allan heim. Sverð hans Höfuð.
Höður: Er blindur. Mjög sterkur. Drepur Baldur þegar að Loki manar hann að skjóta hann með boga með mistiltein.
Víðar: Hinn þögli ás. Sterkur næst sem Þór er. Goðin hafa honum traust í allar þrautir.
Áli/Váli: Djarfur í orrustum og mjög happskeytur.
Ullur: Sonur sifjar, stjúpsonur Þórs. Bogmaður svo góður og skíðfær svo að engi má við hann keppast. Gott að heita á hann í einvígum.
Forseti Sonur Baldurs og Nönnu Nepsdóttur. Á Glitni. Allir sem eru með sakarvandræði fara til hans og fara sáttir á braut. Dómstaður bestur með goðum og mönnum
Loki/Loftur: Sonur Laufeyjar/Nál og Fárbauta(jötunn). Bræður hans eru Blýleistur og Helblindi. Loki er fríður og fagur sýnum, illur í skaplyndi og mjög fjölbreytinn. Kom ásum jafnan í vandræði og leysti þá sjálfur(bjó sjálfur til vandræðin). Kona hans heitir Sigyn, sonur þeirra Nari eða Narfi. Loki átti fleiri börn með Angurboðu, gýg í jötunheimum: Fenrisúlf, Miðgarðsorm og Hel.
Frigg: Æðst. Á Fensali. Veit fyrir örlög manna en segir ekki frá því.
Sága: Sú sem allt sér. Býr á Sökkvabekk.
Eir: Læknir bestur
Gefjun: allar þær meyjar sem andast þjóna henni.
Fulla: Ber eski friggjar og gætir skóklæða hennar og veit launráð með henni
Freyja: ágætust af ásynjum. Býr á Fólkvangi. Hún velur helming á móti Óðni af föllnum mönnum. Höll hennar er Sessrúmnir. Ekur í vagni með 2 köttum. Nákvæmust mönnum til á að heita. Frú komið af henni. Er gift mann er heitir Óður, eiga Hnoss sem er svo fögur að allt það sem fagurt er hnoss. Tár Freyju eru gull rautt. Heitir A.K.A. Mardöll, Hörn, Gefn og Sýr. Átti Brísingamen. Er kölluð Vanadís.
Sjöfn: gætir mög að snúa hugum manna til ásta, kvenna og karla. Elskugi=sjafni
Lofn: svo mild og góð til áheita að hún fær leyfi af Alföður(óðinn) eða frigg til manna samgangs, kvenna arla, þótt áður sé bannað eða þvertekið. Af henni er nafni lof kallað.
Vár: hlýðir á eiða manna og einkamál.
Vör: Vitur og spurul svo að engi hlut má hana leyna, verða þess vör.
Syn: Gætir dyra í höllini og lýkur fyrir þeim er eigi skulu inn ganga og hún er sett til varnar á þingum fyrir þau mál er hún vill ósanna.
Hlín: Sett til gæslu yfir þeim mönnum er Frigg vill forða við háska nokkrum.
Snotra: vitur og látprúð. Að vera snotur
Gná: Frigg sendir hana í ýmsa heima í erindi. Á þann hest er rennur loft og lög, heitir Hófvarpnir.
Sæhrímnir (göltur) er alltaf hafður í matinn (fleskið vex bara að nýju eftir hverja máltíð)
- Heiðrún (geit): Úr spenum hennar rennur mjöður sá er einherjar drekka. Hún nærist á barri trés er heitir Léraður.
Geri og Freki eru úlfar Óðins og borða allan mat hans (Óðinn borðar aldrei, drekkur bara)
- Huginn og Muninn eru hrafnar Óðins
Þetta er svona það helsta sem ég er með í huga:D Las gylfaginningu í tætlur og glósaði hjelvíti vel!