Jæja, þá hef ég ákveðið að setja þennan á sölu þar sem nýr gítar er að bætast við í safnið hjá mér…
Þetta er ss. Fender Stratocaster Plus 1989 módel, USA made.
Plus gítararnir voru “bestu” Strat gítarar sem komu frá Fender á þessum tíma fyrir utan Custom Shop gítarana.
Þar sem þeir hafa umfram American Standard er:
Lace Sensor Gold pickupar
Schaller Locking Tuners
Wilkinson Nut
Hipshot Trimsetter (sem passar það að floating tremolo missi ekki tune-ið ef strengur slitnar)
Meira info um Plus gítarana er hægt að finna á: http://www.xhefriguitars.com/page2.html
Er bara með þessa mynd af honum í augnablikinu:
http://images.hugi.is/hljodfaeri/109904.jpg
(sá sem er hægramegin ef það er að vefjast eitthvað fyrir mönnum) ;)
Þegar ég fékk gítarinn þá vantaði þrjár skrúfur aftan á Schaller tunerana (mjög algengt að þær týnist með tímanum) þannig ég pantaði 6 nýjar í pakka og fylgja því 3 auka með honum.
Pantaði síðan orginal Fender tremolo sveif þar sem hún kom ekki með.
Annars er gítarinn 100% orginal.
Action-ið er mjög gott á honum og böndin eru mjög heil, örlítið farið að sjá á sumum stöðum en þar sem þetta er 18 ára gamall gítar þá er erfitt að hafa allt fullkomið.
Boddýið sjálft er með nokkrar rispur og skellur en ekkert alvarlegt enda er þetta ekki nýr gítar úr kassanum og tel ég þetta bara adda karakter á gripinn. Hann hefur svo sannarlega verið notaður þessi 18 ár sín.
Það fylgir með honum Orginal Fender hardcase sem er ekki í besta ástandi en heldur honum þó öruggum á sínum stað.
Held að ég sé búinn að nefna allt það helsta, ef það eru einhverjar spurningar þá er bara að spyrja :)
Verðið fyrir þennan eðalgrip er 70 þús. kr.
Er staddur á höfuðborgarsvæðinu.
Endilega senda mér PM eða svara þessum þræði.
Þakka fyrir mig.