Sælt veri fólkið. Fyrir ári síðan keypti ég mér glænýjan amerískan Fender Jazz Bass í Hljóðfærahúsinu. Þessi bassi er algjör eðall og ég hef notað hann í hljómsveitum eins og I Adapt, Gavin Portland og My Summer As a Salvation Soldier. Ég er ekki að selja bassann því ég er ekki sáttur við hann, ég ætla bara að skipta yfir í Precision Bass, sem hefur meira “attack” sem hentar vel í þá hörðu tónlist sem ég spila oftast.
Þessi bassi hefur hlýjan hljóm og er þægilegur að spila á. Hann er svartur með ljósum hálsi.
Ef þið hafið áhuga á að gera tilboð, sendið mér tölvupóst á theportlander@gmail.com eða hringið í síma 6944603.
Bassinn kostaði um 120 kall með harðri tösku. Endilega hafið samband, þá get ég líka sent ykkur myndir eða einfaldlega hitt ykkur og sýnt ykkur gripinn.