Ég á Micro Cube og þeir eru alveg brilljant, að mínu mati mun skemmtilegri en stærri cube magnararnir vegna þess að Micro Cube magnarinn notast við COSM tæknina sem þýðir í raun að hann er með innbyggðar stafrænar eftirlíkingar af nokkrum mögnurum meðan hinir Roland Cube magnararnir eru bara með innbyggðar eftirlíkingar af Boss distortionpedölum.
Best finnst mér Black Panel sándið á Micro Cube magnaranum, það hermir mjög vel eftir Fender twin / Music Man magnara og er frekar hreint sánd sem bregst á mjög sannfærandi hátt við því að vera örlítið boostað með boost/overdrive pedala, þetta er frekar sannfærandi eftirlíking af “alvöru” svona magnara, eins er eftirlíking af vox magnara í Micro Cube magnaranum sem er frekar skemmtileg.
Þessir magnarar hljóma líka alveg gríðarlega vel tengdir inn í hljóðkort á tölvu í upptökur, ég hef notað alls konar magnara í svoleiðis og þessi er að koma langbest út af þeim.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.