Jamm Lace hafa af einhverjum ástæðum fengið svona bad repp í gegn um tíðina, furðulegt með eitt svona mesta breaktrhough í pickups í áraraðir (verðum að spá í að það er töluvert síðan að þeir voru fundnir upp)
Menn vildu single coil en mínus suð og vesen, og það er akkúrat málið með þessa puppa, þeir eru dead clean og það böggaði einmitt marga, það er nær vonlaust að fá mojoið úr vintage singel coil án þess að sætta sig bara við það sem því fylgir, suð ofl.
Ég verslaði frekar dýra Lindy Fralin í minn og lét pabba hafa Lace settið, en verð að viðurkenna að ég sakna dálítið Lace Gold gaurana, ekki eins hrifin af þessum sem fylgdu í kjölfarið sem voru svona heitari týpur.
Ég t.d myndi frekar Lace en nýjur Noiseless Cobalt gaurana frá Fender, en það er náttúrulega bara mín skoðun. Clapton notaði Lace í sinni fyrstu signature græju, Jeff Beck og Buddy Guy líka(hans er reyndar ennþá með Lace held ég).
Þannig að um að gera að prófa græjuna, þessir gítarar eru að verða vandfundnir og fækkar stöðugt t.d á ebay, ég sendi inn fyrirspurn um daginn í einn í netverslun í USA og fékk svar um að han kostaði $1.290, á ebay fara þeir svona frá $800 og upp.
Þannig að forðast Lace er ekki málið, og ef þú ert ekki fíla þetta, þá bara nýja pupps maður, samt með kreisí kúl græju:) Og svo versla ég af þér Lace gaurana, hehe
Bætt við 29. ágúst 2007 - 22:06
Æjá smá tuð í viðbót, ef þú ert með marga pedala eru Lace algjör snilld líka, lágmarks tap á tóni þó að þú sért með slatta af þeim í gangi. Megin ástæðan fyrir að David Gilmour fór í EMG var akkúrat að hann var með bunch af FX sem skapaði heljar vandamál í suði ofl. í denn.