Já má segja það, búin að vera svona smá leit að réttu græjunni og rétta sándinu, fann það svo út að ég er vonlaust fastur í Fender Strat þannig að eftir allt saman hékk lausnin á veggnum hjá í formi Fender Strat Plus sem ég hef verið að modda í gegn um tíðina, hann small svona endanlega saman eftir að ég keypti nýjan stól í hann.
Delay græjuna er ég að selja af því að ég fann ekkert um hana og keypti hana bara ásamt Boss DD3 svona til samanburðar, fílaði DD3 bara betur.
Tiny Terror er eingöngu í sölu af því að ég keypti mér á sama tíma lítinn 5W Fender Champion 600 og ákvað að kaupa handsmíðaða svona Fender Champ útgáfu frá USA þar sem ég féll fyrir 6V6 lömpunum.