Ok, það sem ég veit um banjó :)
að kaupa sér hundrað þúsund króna banjó strax er bara rugl. Ég fékk mér 25 þúsund króna washburn b-9 banjó úr tónabúðini. Hljómar vel og er bara flott í alla staði.
Banjó koma basically í þremur stærðum:
4 strengja eru kölluð melody banjo.. Nærð ekki að gera svona hröð banjó lög með þeim eins og maður heyrir í hillbilly myndunum, mikið notað í írska músík og ágætt ef þú ert að læra nótur, vegna þess að eins og nafnið gefur til kynna er það notað til að spila melódíuna. Ágætt til að strumma líka þar sem þú nærð flestum gripum á því. (banjó grip geta verið soldið stretchy.. Mér finnst þau jafnvel pínu erfiðari en flestöll gítargrip, allavega til að byrja með)
5 strengja banjó eru “ekta”.. banjó er ekki banjó nema það sé með fjóra langa strengi og einn stuttann sem er notað til að búa til “drone” nótu, semsagt svona grunn í lagið.. maður frettar næstum aldrei þann streng, en hann er MIKIÐ notaður í hvort sem þú villt spila scruggs (bluegrass og mestöll hrað banjótónlist, eins og t.d. í dueling banjos (lagið úr deliverance myndini. youtube it :) ) eða eldri gerðina af músíkini kölluð clawhammer (gömul týpa af músík, svona blanda af strumming og melódíum, youtube it :) ). Ég mæli með þessu. Færð hljóminn, og alvöru banjó tónlist úr þessu og útlitið. Virkilega skemmtilegt hljóðfæri.
6 strengja banjó hinsvegar eru ekki beint banjó (ef þú kæmir að alvöru banjó spilara með það, stoltur og segir honum að þú spilir líka á banjó, þá mun hann hlæja að þér :P ). Nærð aldrei sama hraða og á alvöru banjó, getur ekki spilað sömu músíkina og basically þá er þetta í alla staði nákvæmlega eins og basic gítar bara með svona banjo twang þegar þú spilar. Þetta er bara rugl ef þér langar til að læra á banjó fyrir alvöru.
Let me know ef ég get svarað meira. (Búinn að spekúlera mikið í þessu)
Bætt við 27. ágúst 2007 - 17:04
Viðbót:
Má líka bæta við hvernig attitúd í hinum og þessum hljóðfærabúðum er hérna í því sem viðkemur banjóinu.
Tónastöðin : Þekkja ekki banjó og gæti ekki verið meira sama um þau. Selja svona mini banjo-ukelele samt (allavega síðast þegar ég var þar)
Tónabúðin : Selja banjó (5 strengja) og starfsmönnum þar sem ég hef talað við finnst gaman að gera grín í sex strengja banjó spilurum þar sem þeim finnst 5 strengja vera “the thing”.
Hljóðfærahúsið: Selja svona beginner banjo sem hljóma ágætlega, man ekki verðið á þeim, held það sé samt undir 30k. Þeir eru ágætir, en þekkja banjó voða lítið.
Gítarinn : STAY AWAY! Þeir selja manni bara drulluléleg sex strengja banjó með gullloforðum um að þau séu ekta og allir frægustu banjóspilararnir spili nákvæmlega á “þetta” banjó. Dont trust them.
fender HW1 telecaster. champion 600 amp (modded)