Sæll.
Mæli með Íhlutum eða Miðbæjar Radíó, ferð bara með smá sýnishorn af snúru sem þig vantar og þeir geta reddað þér hundruðum metra af svoleiðis snúrum.
Annars þá er þetta bara mjög basic snúrur í sjálfu sér en ég mæli nú ekki beint með þessum “venjulegu” rafmagnsvírum einsog menn notast við að leggja rafmagn í hús, þeir eru svo stífir.
En ég segi bara aftur Íhlutir eða Miðbæjar radíó, ef þú ert útá landi þá geturu notast við snúrur úr öðrum raftækjum, bara passa að þær séu svipað sverar því þá er líklegast að þær þoli svipaðann straum (ef þú ferð í of littlar snúrur þá geta þær brunnið eða slitnað og ef þú ferð of svert þá getur verið leiðinlegt að vinna með þær).
Gangi þér vel og endilega fræddu okkur meira um verkefnið þitt. ;-)