Halló, ég var að velta fyrir mér hvort þið gætuð bent mér á góða síðu um gítargrip. Ég er alltaf að reyna að spila einhver lög en stoppa svo á hlutum eins og Hm Eb7 A# og fleirri gripum. Mig langar að vita um einhverja síðu sem sýnir manni gripin og helst á nokkrar mismunandi vegu. Eins og hvernig á að spila G sem þvergrip og sniðugheit.
H-hljómurinn er eins og áður sagði, sama og flestir sem læra tónfræði á ensku kalla B. Líklegast gömul prentvilla sem festist í sessi einhversstaðar í heiminum.
Þú varar þig líka á því að ef það er B í sama lagi, þá áttu að spila þann hljóm sem flestir kalla Bb/A#.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..