Verðið á Rín er líka afspyrnuhátt, of hátt að mínu mati, ég skil alveg rök þín og afhverju þú vilt ekki gefa gítarinn, enda geri ég alveg ráð fyrir því að þú bjóðir hann á sanngjörnu verði ef einhver býður þér staðgreiðslu….
Nú til dags er orðið mjög auðvelt og þægilegt að panta erlendis frá og biðtíminn er ekki það mikill, og það sem fyndna er þá er biðtíminn oft mun minni en ef maður myndi panta sömu vöru í hljóðfæraverslun sem er umboðsaðili. (gefandi það að þeir þurfi að sérpanta vöruna)
Mér finnst ekkert að því að bíða smá og spara mér tugi þúsunda við það að finna sjálfur vöruna erlendis,,,
Sendingarkostnaður reiknast sjaldan í prósentum, bara fast verð og meðaltal sem ég hef þurft að borga er í kringum 8 þús. kr. oftast fyrir gítara, að sjálfsögðu bætist 24,5% virðisaukaskattur og örlítil þóknum fyrir tollvinnslu hjá póstinum. Svona dýrt hljóðfæri t.d. myndi aldrei bera svona háa prósentu í sendingarkostnað af heildarverði.