Ég veit voða lítið um þetta, hef aldrei lært neinn söng sko …
Að ná hátt upp er bara þjálfun. Þú bætir það bara með því að syngja mikið hátt uppi (miðað við þitt tónsvið) og þá smám saman kemur það.
Ég veit ekki alveg hvort það er hægt að dýpka röddina af einhverju ráði, en það er hægt að styrkja neðstu tónana sem raddböndin þín geta gert mikið, og það er líka bara æfing, ef þú syngur mikið, þá styrkist röddin af sjálfu sér.
Ef þú getur ekki hitt á réttar nótur þá annað hvort vantar eitthvað upp á tónheyrnina þína, sem er hægt að æfa með því að sækja tónheyrnartíma, eða bara einfaldlega áttu eitthvað erfitt með að stjórna raddböndunum nákvæmlega (þá vantar yfirleitt mikið uppá, kallað lagleysa :). Ef tilfellið er þetta síðara, þá held ég að það sé voðalega lítið hægt að gera :/
En eins og ég sagði, veit ekkert um þetta, það sem ég sagði er bara mín reynsla í bland við tilgátur.