Fyrir 30 þús. þá gætir þú gert mjög góð kaup í 2 micum sem myndu henta vel fyrir þig.
Mæli með að skoða ebay.com upp á að finna mic-a á góðu verði, gætir jafnvel keypti fleiri en 2 fyrir þetta budget.
Kaupa einn stóran condenser mic.
Tegundir sem koma til greina þar miðað við budget:
MXL: Mjög margar týpur í sub $200 markinu en mæli hiklaust með V67G frá þeim, mjög góður mic og kostar í kringum 100$ á ebay.
Getur einnig tekið MXL 2001 (large condenser) + 603 (small condenser) pakka sem er einnig á 100$ og færð þá 2 mica en 2001 er ekkert talinn vera góður mic en 603 er það hinsvegar.
Behringer: C-1, C-3, B-1 og B-2. Allt ódýrir stórir Condenser micar, hef ekki prófað þá sjálfur en veit að B-1 og B-2 eru búnir að vera í framleiðslu þónokkuð lengi.
Samson: Hægt að kaupa þá mjög ódýrt í Tónastöðinni. Keypti pakka frá þeim sem innihélt einn stóran condenser og einn lítinn. sjá link.(
http://www.samsontech.com/products/productpage.cfm?prodID=1808&brandID=2)Kostaði 8700 kr. sem er virkilega gott verð. Myndi kaupa þetta strax ef þeir eiga þá ennþá þar sem þú finnur ekki ódýrari mica en þetta sem eru samt nothæfir.
CAD: Á frá þeim M37 (sömu og M177) virkilega góðir micar á fínu verði. Gætir skoðað þá einnig, Tónastöðin var með umboðið fyrir þá síðast þegar ég vissi.
Kaupa einn dynamic instrument mic.
Shure SM57 er “nobrainer” hvað varðar val á instrument mic, er svona industry standard og nothæfur á marga hluti, þó aðallega að mica gítarmagnara og percussion. kostar um 12 þús. hér heima, fæst í Hljóðfærahúsinu og Tónabúðinni
Til eru þó fleiri tegundir sem eru svipaðar eðlis og mæli ég einni með Sennheiser E609 (hægt að finna hann á ebay á góðu verði) og Audix i5 (sömuleiðis á góðu verði á ebay) fann seljanda þar um daginn sem var að selja báða þessa mica með shipping til íslands á 110$ sem myndi vera undir 10 þús. komið heim með tollafgreiðslu og vaski.
En ef ég væri núna með 30 þús. í höndunum og ætlaði mér að versla mica þá yrði mitt val:
Fyrir sönginn: MXL V67G (ca. 10-12 þús. gegnum ebay) Sjá mynd.
http://www.sound-stream.net/zeroboard/data/review/marshall_mxlv67g.jpgFyrir rafgítar: Sennheiser E609 (ca. 10 þús. gegnum ebay) Kosturinn við þennan mic er að þú þarft ekki nauðsynlega mic stand fyrir hann þar sem hann getur hangið á snúrunni (vefur henni í haldfangið t.d. á magnaranum) sjá mynd.
http://www.musiciansbuy.com/mmMBCOM/images/sennheiser_e609s.jpgSíðan myndi ég splæsa í Stereo small condenser par fyrir kassagítar, píano og overhead fyrir trommur.
MXL 603 par er hægt að finna á 128$ með shipping til Íslands þannig það yrði um 12-13 þús. komið heim með öllu.
Þarna ertu kannski kominn 5 þús. yfir budget en líka með 4 mica sem þú þarft ekkert að upgrade, frekar bæta í safnið heldur en að selja þá þar.
En ef þú vilt nálgast þessu hluti sem fyrst þá mæli ég með samson kittinu sem ég fékk í Tónastöðinni á 8700 kr. og Shure SM57 í Hljóðfærahúsinu á 11.700 minnir mig. þá ertu kominn með 3 mica sem eru eins fjölbreyttir og hægt er (1 large condenser, 1 small condenser og 1 dynamic instrument mic) fyrir rúmlega 20 þús. þannig þú ættir afgang í snúrur, statíf og þessháttar. Gætir jafnvel splæst líka í Behringer C2 small condenser stereo par í Tónabúðinni á 7200 kr. Á þannig og þeir eru fínir overhead micar fyrir trommur miðað við pening, myndu einnig vera góðir fyrir píanó og kassagítar o.s.frv. Þá væri þú kominn með 5 mica fyrir undir 30 þús. og allir keyptir hér heima. Það er alls ekki slæmt.
Alls ekki tæmandi listi hjá mér, einungis léttar ráðleggingar.