Ég er á leiðinni með gítarinn í fínstillingu og þessháttar, það er kominn tími á að hreinsa upp rafkerfið og eitthvað smálegt annað þarf að gera við hann, hann verður eins og nýr þegar ég sel hann.
Minn er að öllu leyti eins og þessi sem er á linknum fyrir neðan þennann texta fyrir utan að hann er með ferkantaðann gullskjöld sem stendur á Chet Atkins Nashville Model yfir skeifunni sem er á hausnum.
Svona gítarar kosta rúmlega 3500 dollara frá framleiðandanum nýjir þannig að, tjah, hann er ekki gefins semsagt.
Ég er tilbúinn að skoða einhvers konar skipti á Les Paul eða slíku en ég hef alls engann áhuga á einhverjum Esp metalgítörum.
Þessi gítar er alveg rosalega vel farinn miðað við það að hann er rúmlega 40 ára gamall, ég ætla ekki að pósta myndum af honum hérna fyrr en ég er búinn að fara með hann í fínstillingu.
Ég er ekki með neinar ákveðnar hugmyndir um hvað ég vilji fá fyrir hann nema að það má segja að fyrsta boð sé í kring um 150.000, öllum tilboðum undir því verður ekki svarað.
http://www.gretschguitars.com/gear/index.php?a=3&product=G6120DC
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.