Peningar segja lítið um hversu góð gæði er í gítarnum (að vissu leiti).
Margir halda að eftir því sem dýrari varan verði þeim mun betri. Allir Bassar/gítar/hljómborð/píanó eða önnur hljóðfæri hafa alltaf sinn ákveðið karakter.
Dæmi (ekki með hljóðfæri) Saga sem ég heyrði fyrir ekki svo löngu síðan.
Shure SM58 mic-arnir voru framleiddir fyrst fyrir uþb 40árum, núna hafa Beta58a komið á markaðinn og er hann allveg eins og SM58 nema bara endurbættur.
Betan er betri í alla kanta, en samt notar fólk enþá Sm58… afhverju? jú Sm58 hefur þennan karakter í sér. Sama segir til um hljóðfæri.
Ég á P-bass Standard sem mér finnst rosalega gaman að spila á útaf því hann hefur þennan ákveðna karakter, ég hef prufað Gibson bassa og mér finnst þeir hálf leiðinlegir. Ég hef prufað aðra P-bass t.d. Special, þeir eru góðir en hafa ekki beint þennan karakter sem standardinn hefur.
Svo að peningar segja lítið um hvernig hljóðfærið er. þessi týpa sem þú nefndir af gítar er auðvitað frábrugðin þessari sem hann spurðist fyrir um. Kannski er hann að leita af þessari tegund?
Annars gott að benda fólki á fleirri vörur. Alltaf gott að hafa gott svið yfir það sem maður er að fara kaupa, velja það svo sem manni líst best á… svo skoða verðin.
Bætt við 12. júlí 2007 - 23:46
Langar einnig að bæta við:
ÉG fór í tónabúðina um daginn og prufaði Aria bassa :D hann kom stórlega á óvart, ég spilaði þar á hann öruglega í 40min og hann var ekki farinn að afstillast :/ sjaldan sem maður kemur að þannig bassa sem kostar aðeins 28þús. Hann hljómaði bara nokkuð vel.