jámm allavegana fékk ég þetta í pósti og ég áhvað bara að hætta við:
Ég sendi aftur út fyrirspurn varðandi hvenær þær væru væntanlegar á lager en hef enn ekki fengið svar við því. Það eru liðnir einhverjir 5-6 dagar síðan það var. Í hreinskilni sagt er þetta fyrirtæki mjög erfitt að eiga við, lengi að svara og “customer-service” ekki eins og best verður á kosið. Leiðinlegar staðreyndir því trommur úr efri flokkum frá þeim hafa verið að fá góða dóma.
Hinsvegar tala ég af persónulegri reynslu þegar ég segi að þeir eru lengi að svara fyrirspurnum varðandi lagerstöðu og væntanlegar sendingar frá verksmiðjum í vöruhús þeirra. Einnig hef ég lent í því að fá sett úr dýrustu línunni frá þeim, USA CustomShop, vitlaust afhent og þurft að standa í miklu stappi og veseni við að fá það leiðrétt. Það hefur ekki enn gengið eftir rúmu ári eftir að sú pöntun var gerð og sér ekki fyrir endann á því.
Aevi mín er eintómt hlaup