Ég hef ekki átt svona en hvað viltu svo sem vita.
Þessir magnara komu í mörgum útfærslum, 1x12“ eins og þú ert með var með Celestion Vintage 30 keilu upprunalega en það var hægt að fá þá 2x12” og 4x10" og einnig í haus útgáfu.
Þeir eru 60w, lampar bæði í for- og kraftmagnara. 5 stykki 12AX7 og 2 12AT7 (samt hægt að nota 6L6GC).
2 rásir, comboarnir höfðu spring reverb.
Þessir magnara eru svona í kringum 60-80 þús kr virði fer eftir því hvernig ástand er á þeim.
Ættir að geta nokkurnveginn fundið út framleiðslu ár með því að nota þessa síðu
http://www.fender.com/support/amplifiers.phpAnnars þá var byrjað að framleiða þessa magnara 1960 og svo hætt því 1965 og svo aftur framleiddir frá 1982-1987 og svo aftur 1994 ( í reissues útgáfu) og þannig var hann frmaleiddur til 1996 eða 1997.
Í dag eru framleiddir magnara hjá Fender sem heita Super-Sonic sem ættu að vera svona hvað líkastir concert mögnurunum í soundi og eiginleikum.
Ef þú vilt vita eitthvað meira þá bara spyrja um það.
Bætt við 27. júní 2007 - 01:15 en já ef maður ætti að búa til svona viðmiðunarverð töflu fyrir þig eftir framleiðslutímabilum þá væri það svona:
1960-1965 væri svona vel í kringum 160-180 þús ef hann er í mjög góðu ástandi (svona 120 þús ef hann er í svona so-so ástandi)
1982-1987 væri svona í kringum 80-100 þús í góðu ástandi.
1994-1996/97 væri svona í kringum 60-80 þús í góðu ástandi.
Ég myndi telja líklegast að þú værir með 94-96/96.