Ég veit að þetta tengist hljóðfærum ekki beint, en mig langar samt að pósta þessu…
Það er samt einskonar tenging að þetta er á vegum Músik og Mótor sem er æfingaraðstaða fyrir hljómsveitir og verkstæði staðsett í hafnarfirðinum.
Allavega verða haldnir tónleikar þar á Laugardaginn. Þetta verður svaka fjör, grillað og svona. Svo er á staðnum rampur fyrir þá sem það vilja, “þrautir” til gamans, svo sem að hjóla á hjóli sem beygir í öfuga átt og fleira.
Hljómsveitirnar sem spila eru:
Poor jack
Elect
Æsir
Diðrik
Própanól
Mystic Dragon
Fenjar
Og svo bætist mögulega eitthvað við.
Þetta verður á Laugardaginn Núna, sem sagt 23. júní frá 6 til 10. Músik og mótor er á Dalshrauni 22. Ef þú veist hvar Bónus, hrói höttur og KFC í hafnarfirði er þá ertu í góðum málum, og ef ekki þá ferðu í Kaplakrika og finnur svo bónus, hróa hött og KFC:P Svo keyriru inn götuna á móti bónus, þ.e.a.s. inn hjá Hróa hettu. Framhjá “Japanskar vélar” og beygir inn þar. Það er á móti Byko svo að það ætti ekki að vera mikið mál að finna þetta. Svo þegar þangað er komið er beygt til hægri í átt að bílapartasölu og stórri hurð sem málað er á svart og grátt skotmark. Þá ertu kominn.
Hlakka til að sjá þig.
-Anton Örn