Ódýrari Telecasterarnir frá Mexíkó eru fínir, í mörgum tilfellum eru þetta USA Telecasterar sem eru sendir til Mexíkó til að mála þá vegna þess að mengunarlög í Usa eru orðin svo ströng að það má helst ekki sprautulakka neitt í neinu magni þar.
Grínlaust þá held ég að flestar Usa týpurnar af Fenderum séu settar saman í Mexíkó þessa dagana og heiti bara us model eða mexíkó módel eftir því hvaðan viðurinn úr þeim er.
Kauptu þér bara Mexíkótelecaster og svo geturðu splæst í hann meira fancý pikköppum einhvern tíman seinna.
Það er ekki til neitt sem heitir “Indiegítar” þú getur búið til indietónlist á hvaða hljóðfæri sem er, að tala um sérstök hljóðfæri fyrir sérstaka tónlist er bara, tjah, hálf kjánalegt, ætti þá pönk að vera spilað á einhver ruslhljóðfæri tildæmis?
Undantekningin frá hljóðfæraregluni er kannski reyndar sú að sándið í meira brútal metaltónlist kallar á pikköppa með meira outputti og magnara sem getur skilað massívri bjögun án þess að hljóðið leysist upp í tóma skræki.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.