Farðu niður í Tríólu á Grettisgötunni, það er blásturshljóðfæraverkstæði og kallinn þar er stundum að selja notaða saxa fyrir mun minna en þeir ganga á í verslunum, ég ætlaði tildæmis að kaupa af honum notaðann altsaxofón fyrir stuttu fyrir 50.000 kall.
Ef þú kaupir af honum veistu að það er búið að yfirfara og fínstilla gripinn og að hann er í topplagi.
Saxofónn virkar að mörgu leyti eins og blokkflauta þannig að ef þú kannt eitthvað á svoleiðis þá er þetta sama konseptið nema að það eru fleiri möguleikar semsagt, það eru takkar sem eru aðeins til hliðar við aðaltakkana (aðaltakkarnir væru þá þeir sem eru í beinni línu niður eins og götin á blokkflautunni) en “aukatakkarnir” sem standa aðeins úr þessari línu eru til að hækka og lækka nótur upp um hálftóna, eins er einhversstaðar í miðjunni áttundartakki sem færir nótuna upp um áttund, ég keypti mér saxofón fyrir, öh, 17 árum síðan og var farinn að spila á hann með hljómsveit sem ég var í mjög fljótlega án þess að hafa nokkurntímann farið til saxofónkennara.
Bara eitt sem þú ættir að vita, Tenorsaxofónn, sem er þessi algengasti, er andskotanum háværari, gleymdu því að æfa þig á svona heima hjá þér ef þú býrð í fjölbýlishúsi, þetta er eins og þokulúður og nágrannarnir þínir munu drepa þig eða amk sjá til þess að þú missir húsnæðið.
Altsaxofónninn er heppilegri fyrir fjölbýlishúsaspilun, hann er minni og ekki næstumþví eins hávær.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.