Ég held persónulega að það sé tóm vitleysa.
Auðvitað er alveg andskoti mikil spenna á hálsinum, en miðað við hornið sem hún hefur á hann virkar hún sem oggulítil. (í kringum 17 kg á hverjum streng (mismunandi milli strengja, þykkt og stillingar) á bassanum mínum amk.)
Við sjáum að ef það væri 90° horn milli átaksins og hálsins (þ.e. að strengirnir mynduðu L við hálsinn) væri ‘allur’ krafturinn að skila sér sem átak á hálsinn, en vegna þess hvað hornið er lítið getum við reiknað það sem sinus af horninu, margfaldað með kraftinum. Það spila svosem fleiri þættir inní, en þetta gefur ágæta nálgun.
Eða eitthvað svoleiðis :D
Þ.e. segjum að við séum með ca. 17 kg tog á hvern streng á 5 strengja bassa, semsagt 5*17 kg, sem eru 85 kg, og hornið sem strengirnir mynda við hálsinn sé 3°.
Þá segjum við:
85 * sin(3°) = 85 * 0,05234 = 4,44 kg tog
(passa að reikna sinusinn í gráðum en ekki radíönum) Eðlislegast væri svosem að reikna þetta í newtonum, en flestir hafa meiri tilfinningu fyrir togi í kílóum :P
Þetta þýðir semsagt að af þeim 85 kg sem strengirnir toga, skila bara 4,44 kg sér í þá átt sem við viljum helst ekki sveigja hálsinn. Að taka strengina úr og losa um þetta örlitla tog er örugglega ekkert mjög skaðlegt nema þeir slitni allir í einu.
Ekki það að það sé eitthvað verra að fara varlega, en ef maður ætlar t.d. eins og þú ætlar að gera, að hreinsa frettin, þá er frekar böggandi að vera með einhverja strengi í.
… bara smá svona fróðleiksmoli og upprifjun úr eðl103. ;)