Ef þú vilt vera öruggur um gott hljóðfæri sem má nýta í all flestar tegundir tónlistar þá er það Fender sem kemur hvað sterkast til greina.
Þú ættir örugglega að geta orðið þér út um einn notaðan hérna á huga eða haft samband við hljóðfæraverslanir og spurt hvort þeir séu með notaða Fendera til sölu. Annars geturu líka litið við á kassi.is (þar fann ég minn Fender jazz bass - special) Sá hefur nýst mér mjög vel við það sem ég hef spilað. Dæmi um hljómsveitir (svo þú áttir þig á fjölhæfni bassans) Coldplay, Pink Floyd, Metallica, Rage Agains the Machine, ýmis konar blús, ambient tónlist og bara hvað meira…
Ef 40.000 kr er ekki of mikið þá held ég að þú ættir auðveldlega að geta þér orðið út um einn Fender.