Ef þið viljið kaupa gítar verðið þið fyrst að hugsa og spyrja hvað er best fyrir ykkur. Segið sölumanninum hvað þið hlustið á.
Ég mæli ekki með einhverjum svaka flottum og mergjuðum metal gíturum til að byrja með. Ekki kaupa byrjandagítar því ef þið hafið áhuga viljið þið betri gítar og hættið að nota byrjandagítarinn og ryðgar hann bara úti í horni.
Kaupið ykkur blús eða bara venjulegan Strato eða Telecaster.
Ef þið viljið spila og syngja þá er tilvalið að kaupa þægilegan og nettan stálstrengjagítar og kaupa söngvabók t.d íslenska söngvabókin þar æfið þið gripin og sönginn.
Einnig eru nælon strengja klassísku gítararnir í miklu uppáhaldi hjá mér og á ég einn Da capo og var það fyrsti gítarinn minn. Og er alltaf mælt í hljóðfærabúðum með að kaupa þannig grip.
Endilega farið í Gítarskóla og lærið allt það helsta þar og síðan getið þið leikið ykkur að picka upp eða lesa töb á netinu og er góð Tabsíða www.fretplay.com
Farið að þessum ráðum..
:D