VS eru solidstade cabin þeirra viruð fyrir 4 ohm.
Eru nothæfir hátalarar í þeim? Verður þetta soldið grunnt?
VS412 eru til í 2 útfærslum, hinsvegar nýju boxin sem urðu síðan að AVT412 (sjá neðar) og svo gömlu boxin sem hétu áður 8412. Nafnabreytingar tengjast breytingum á hausunum sem þau keyrðu, valvestate línan hætti og avt kom í staðinn.
8412 Lead boxin (hétu síðan vs412) eru 4*12“ 8ohm 140w með 35watta celestion hátölurum. Grunnt miðað við 1960 box já, en alls ekki slæmt. Var með þannig box undir valvestate 8100 haus.
MG412 eru nýju solidstate boxin og þau eru með custom voiced 30watta celestion hátölurum. samtals 120wött og 8 ohm. Ódýrustu nýju 4*12” Marshall boxin.
AVT eru viruð 8 ohm, með Greebacks, hvað um þau?
Skv. uppl. sem ég fann þá eru þau 200watta með custom voiced Celestion, fann ekkert um að þau séu með greenbacks, hétu fyrst VS412. 8 ohm.
Eða Mossfed boxin?
Mosfet boxin, eru það ekki 1965 4*10“ boxin og 1966 2*10” boxin? Ef svo er þá eru þau 8 ohm-a og 1965 boxið 140wött (líklegast með Celestion G10-35 keilum) og 1966 boxið 150 wött (líklega með Celestion G12-75 keilum).
Eða Mode four?
Mode four eru til í 2 útgáfum:
MF400 sem er 8ohm og myndi henta þér varðandi ohmafjölda. Þau eru ekki lengur seld en ættu að fást á ebay. Þau eru með 100watta Celestion G12-K100. Mjög öflug box og væntanlega með mikinn bassa sökum þess að Mode Four hausinn er hugsaður sem Nu-Metal/hard rokk græja.
MF280 er 16 ohma sem myndi þá ekki henta þér varðandi Ohm-in. 280watta box með Celestion Vintage 30MF.
Eða marshall lead sem er til allavega!
Mjög mörg box frá marshall sem falla undir lead flokkinn… 8412, 1965 og 1966 af þeim sem ég nefndi að ofan bera öll Lead merkingar að aftan. Man ekki eftir sérstöku Marshall Lead boxi.
Vona að þetta komi að einhverju gagni :)
Kveðja,
Bætt við 24. maí 2007 - 00:04
Annars þá er ég eingöngu að nota 1960 box núna (þó annað heiti 1982, sama tóbakið).
Klassísk box og klikka ekki, 1982A boxið er ´83 módel sem segir alveg til um endinguna á þessu ;)