Eins og margir hafa bent á þá er þetta kannski ekki svo sniðugt þar sem þú getur fengið mjög leiðinlegt/lélegt sound.
Þú segir að þið eigið kraftmagnarann og mixer og formagnara en vantar bara hátalara, sem myndi gefa mér þá hugmynd að þetta sé hljóðkerfismagnari.
Þú gætir kíkt í Tónabúðina og fengið hjá þeim hljóðkerfishátalara.
Samt með þennan formagnara og það, margir gítarleikarar hafa prufað að fara direct með formagnara inní mixer og í hljóðkerfi, sumir fíla soundið aðrir ekki, en ef þú ætlar þér að gera það þá ertu líklegast best settur bara með að fá þér alminnilegan formagnara (Line6 Pod eða Vox Tonelab).
Hinsvegar þá held ég að þú gerir þér ekki alveg grein fyrir því hvað þú ert að gera.
Segjum sem svo að þú kaupir þér Randall 50w lampa gítarmagnara (sem er með alveg unaðslegum hljóm og frábæru soundi og meira en nóg kraft fyrir hljómsveit og tónleika og slíkt) þá myndi það kosta þig 66.500 kr.
Ef þú ferð í það að kaupa hátalarana við kraftmagnarann og það þá myndiru þurfa 650w hátalara þá gætiru fngið þér t.d. Behringer B1220PRO Eurolive (sem er hljóðkerfishátalari, því það þýðir lítið að nota gítarbox slíkt við hljóðkerfismagnara) og þá ertu kominn í 29.900 með svolítið muddy sound, segjum sem svo að þú viljir svo halda áfram að fá þér betri formagnara sem kostar um 15-30 þús þá ertu mun betur settur með að fá þér bara lampa magnarann í byrjun.
Trúðu mér ég veit vel hvað ég er að tala um því þegar ég byrjaði að spila þá spilaði ég á gítar í gegnum hljóðkerfi og það var ekki að gera sig, sem betur fer þá borgaði ég ekki krónu fyrir það hljóðkerfi, seinna meir fékk ég 25w transistor magnara (sem er bara lítill æfingarmagnari) að láni og ég var svo margfalt sáttari, endaði á því að kaupa mér gítarmagnara.
Bætt við 21. maí 2007 - 21:27
Plús það að EQ á mixerum og hljóðkerfisformögnurum er gerður fyrir mikið stærra tíðnisvið en gítarar senda frá sér og því er töluvert erfiðara að finna sound sem þér líkar fyrir gítarinn.
Í alvöru þá er betra bara fyrir þig að skella þér bara á gítarmagnara, þú verður sáttari við soundið og þegar þú ert sáttur við soundið þá er töluvert skemmtilegra að spila og það skilar sér mun betur í spilamennskunni hjá þér, ég held að flestir hér myndu vera sammála mér í því að gott sound skilar sér betur í spilamennskunni.