Kennarinn minn sagði mér frá því að “digital” effectar létu lampamagnaran( þar sem lampar=analog, ef ég giska rétt ) hljóma bara illa þegar þeir væru tengdir saman. Auðvitað gat þetta bara verið smekksatriði, en ég vil fá að heyra ykkar skoðun ( helst sem hafa prufað þetta ).
Svo er pæling, með snúrunar sem maður stingur í “input” og “output” (frá gítar/í magnara). Það vita nú flestir að maður þarf ágæta snúru á milli hljóðfæra og magnara. En hvað ef maður er með marga effecta/pedala? Þarf maður þá að setja dýrar snúru á milli hvern einasta og alveg upp að magnaranum? Hvernig virkar þetta nákvæmlega með snúrurnar
Svo er annað. BOSS effectarnir eru svona eitt af þekktustu pedulunum. Persónulega finnst mér þeir ekkert sérstakir. Ég hef heyrt í mögnuðum effectum á netinu, en kannast ekki við að hafa séð þá selda á Íslandi. Dáltið leiðinlegt að hafa ekki mikið úrval hérna á landinu…
Svo hérna er niðurstaða spurninga á þessum kork:
(Megið endilega koma með skoðun ykkar eða bara kunnáttu)
1. Hvernig er samband “digital/analog” pedala og lampa/transistor magnara?
2. Hvernig er virka “input/output” snúrunar við að senda “signalið”?
3. Hvaða merki pedala-framleiðenda ættu fólk að kíkja á. Hvar er hægt að nálgast þau (netsíða t.d) ?
P.s , ég væri alveg til að sjá eikkern gera grein um þetta í stað þess að tala aðeins um þetta hér. Þ.e.a.s hvernig á að hafa “pedala-systemið í fullkomnun” :)
Gear: ESP Eclipse I, Níðhöggur, Peavey Classic 50/212, Gretch Blackhawk EX, Roland HD-1. Logic Pro & Macbook Pro