Persónulega tæki ég Spiderinn ef þú ert í einhverjum vafa um hvernig magnara þú vilt. Mikið fjölhæfari magnari sem gefur þér svo í framhaldinu betri vísbendingu um hvað þú munt vilja í framhaldinu, þótt hann eigi það til að hljóma hálfgeldur, þá er MG línan frá Marshall að mínu mati ekkert merkileg hvað hljóminn varðar heldur..
Langar bara að bæta mínum 50 krónum í safnið. Mæli hiklaust með spidernum, hef mikið verið að dútla mér með ódýrari magnara (í þeim verðflokki) og finnst enginn komast nálægt honum þó svo að þú myndir tvöfalda peninginn.
Einmitt. Þetta fólk sem urðar svo mikið yfir Spiderinn, eða jafnvel Line6 yfir höfuð er bara með allt of miklar væntingar til þeirra, þessir magnarar eru mjög fínir og standa uppúr í sínum verðflokki.
Spurningin hlítur samt altaf að vera við hvað ætlarðu að miða! Fyrir 25 þús er spiderinn fínn. Topp æfinga/gutlamagnari til að leika sér með. Þegar þú ferð í stærri Spidera segjum SpiderIII þá ertu kominn í verð á ódyrustu Lampamögnurunum. Pewey valvekin á 40-45 Laney aðeins dýrara svo klassik á 60 og DSL ofl.
En sem svoan náttborðsmagnari þé er 15-30 watta Spider fínn. Bara átta sig á hvað hann er og hvað hann er ekki. hann er ekki til að æfa með bandi. Ekki til að spila með opinberlega. Hann er fínn til að leika sér með.
Það er satt! Þetta er tær viðbjóður, jújú, kannski ágætt fyrir byrjendur, en ég hef nokkrum sinnum prófað svona tæki og það er algjörlega vonlaust að ná góðu clean soundi út úr þeim.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..