Ég ætla eki að taka Boss inní þetta þar sem mér finnst flestir boost effectar frá Boss ekki sounda vel eða bara hreinlega vera leiðinlegir effectar.
Hef ekki reynslu af Dod-unum sem þú nefndir.
EHX Bigmuff er mjög fínn, vinnur æðislega með ProCo Rat2 og er bara mjög þétt og solid fuzz/dist effect.
EHX Little Bigmuff er einnig mjög þéttur og góður nema bara í minni “umbúðum” hann er mjög góður fyrir þungt fuzz sound en ef þú vilt fá létt og gott dist þá er enginn af þessum EHX pedulum að gera sig.
EHX Hot Tubes finnst mér ekki vera sá besti, hann soundar allt í lagi en samt finnst mér vera mjög erfitt að finna sound sem mér líkar við með þessum effect.
Hef ekki reynslu af þessum Ibanez effectum sem þú nefndir þarna.
Hef ekki prufað Maxxoinn.
MXR M-104 Distortion Plus er æði, hann er frábær í alla staði, einfaldur og góður en það er mjög gott að vera með annan “þyngri” pedal með þessum.
MXR Hot Tubes hef ég ekki prufað.
Ef vara er merkt Nobels þá er hún æði, ég hef ekki lent á neinum Nobels effect sem mér hefur leiðst eða fundist sounda illa. Ef nobels soundar illa þá er hann bilaður eða batteríið að tæmast.
Ekki prufað Peavey Tubesound
ProCo Rat er til í mörgum gerðum, ég elska Rat2 en þoli ekki Fuzzy Rat né Turbo Rat, samt sem áður Rat2 eru frábærir í alla staði, virka mjög vel með Big Muff eins og ég tók áður framm og er mjög solid og góður effect sem margir frægir einstaklingar hafa notað, vinnur vel sem booster fyrir lampa eða bara sem dist fyrir transistor, hann er æði.
Tel-Ray/Morley BPA Bigfoot hef ég ekki prufað.
Vox 1901 er líklegast ekki sá effect sem þú myndir vera að leita eftir, ef þú færð hann á góðu verði þá er alls ekki slæmt að kaupann til að eiga, hann hefur svolítið sérstakt sound en samt sem áður mjög skemmtilegt og “öðruvísi” boost sound en flestir hafa vanist.
Ef þú ert að pæla í að smíða sjálfur þá mæi ég með MXR Distortion Plus eða Big Muff eða jafnvel Fuzz Face þar sem þetta eru einföldustu projectin og þægilegstu byrjenda verkefnin.
Ef þú ert ekki byrjandi í að smíða effecta þá segi ég Foxx Tone Machine.
Sammála þér með Boss effectana,,, nema DS-2, finnst hann vera the “pick of the litter” af boss pedulunum, hefur sérstak voice, og er í raun eini Boss “overdrive/distortion” pedall sem ég mæli með,,, en varðandi þessi pedala þá mæli ég með ProCo Rat og einnig Marshall Jackhammer sem mér finnst vera virkilega fjölhæfur, ég er Marshall maður og ég get alltaf treyst á Jackhammer-inn til þess að fá Marshall sándið sem ég fíla með hvaða magnara sem ég notast við. Hef mikið notað hann með Fender Super-Amp-inum mínum og það setup færir mér “the best of both worlds”, þ.e. clean fender og o/d Marshall, miðað við hvað sá pedall kostar lítið miðað við “boutique” lampa-od pedala :D
0