Já, Roadster combo-inn kostar um 250 þúsund og hann er einskonar “litli bróðir” Road King. Þannig að ég giska á að Road King combo-inn kosti meira, gæti verið 300 þúsund.
En hinsvegar er Road King einn flóknasti magnari sem þú getur fengið þér, verulega PRO græja. Myndi frekar mæla með Roadsternum, hann er nokkurnvegin eins og Road Kinginn nema bara tónaður aðeins niður, færri stillingarmöguleikar (en þó frekar margir) og eitthvað.
Auk þess vill ég benda á að í hvert einasta skipti sem fólk sendir inn kork hingað að spurja um verð í hinum og þessum verslununum þá fá þeir oftar en ekki annaðhvort skítkast, leiðindi eða annað og jafnvel ekki neitt almennilegt svar.
En það er auðvitað lang best að mæta bara á staðinn og spurja afgreiðslufólk en ef þú kemst ekki á staðinn þá er alltaf hægt að hringja. Skil ekki afhverju svona margir eru hræddir við að hringja, tekur upp símann og slærð inn númerið bíður eftir að einhver svari, biður um þær upplýsingar sem þú þarft og færð svar strax eða færð samband við einhvern sem getur gefið þér svar.