Fenderinn er með tremelokerfi og það er soldið fljótandi þannig að metalrythmar gætu orðið soldið falskir, það er hægt að komast fyrir það með því að fjölga gormunum eða jafnvel færa þá þannig að brúin spennist alveg aftur og haggist ekki.
Það nota eiginlega engir fendera í metal, amk ekki svona meira, öh, nútímalegann metal semsagt, það er eiginlega ekki nógu mikið sustain í þeim til að þeir hljómi vel í svoleiðis, þar spilar inn í að hálsinn er skrúfaður í boddíið og að pikköpparnir eru fastir við plastplötu, eins eru þeir ekki úr eins massívum og þéttum viði og tildæmis Gibsonar eða þessháttar gítarar, allir þessir þættir skipta máli fyrir sustain, það er ekki bara nóg að skipta um pickupp semsagt.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.