Til sölu er 2006 árgerð af PRS úr SE línunni. Gítarinn er mjög vel með farinn og sést ekkert á honum nema nokkrar örfínar rispur á plaststykkinu aftaná eftir belti. Ég er búinn að setja á hann straplocka og er fast við þá mjög fín og góð leðuról. Einnig fylgir mjúk gigbag með merkt PRS SE.

Semsagt með gítarnum er:

Straplocks

Sterk andskotans rándýr leðuról

Lítil jack snúra sem fylgdi með

Svef fyrir brúina

Gigbag

http://www.prsguitars.com/sestandard/index.html

Hér er linkur að þessum gítar frá PRS sjálfum. Minn er í Matte Vintage Cherry litnum.

Þessi gítar kemur á óvart og er mjög þægilegt að spila á. Hann bíður uppá marga breytimöguleika fyrir þá vilja uppfæra hann. En standart sándar hann feykivel og er þetta mjög einfaldur en skemmtilegur gítar.

Ég staðgreiddi gripinn á 52 þúsund í tónastöðinni í fyrra. Ég get ekki komið fyrir mér neinni sérstakri og er það undir þér komið að dæma.

Ég er að selja þennan gítar því mig sárlega vantar pening. Mig langar svo innilega ekki til þess þar sem þessi gítar er frekar skemmtilegur. Hann er búinn að liggja lengi hér óspilaður.

Ef það er einhver örvun þá hafa allir þeir gítarleikar sem tekið hafa í þennan gítar gefið honum topp einkun og hafa lítið sem ekkert útá hann að setja

kv. kork
Hlutir….