Magnarakaup
Sælir hugarar. Ég ætla að kaupa mér Fender lampamagnara í kringum mánaðarmótin ágúst-september, og var að spá í Fender blues deville 4*10 60wött. En einnig hef ég áhuga á '59 Fender Bassman, en til þess að kaupa hann þarf ég að bíða til sumarsins 2008 til að eiga efni á honum. En ég spyr ykkur hugara hvort það sé þess virði að bíða heilt ár? Ég er ekki í neinni alvarlegri hljómsveit, aðallega í heimadútli en sækist eftir betra blússoundi þar sem ég á nú einu sinni Telecaster.