Mig langaði aðeins að kæta ykkur með smá hugvekju þar sem flestir eru í prófum þessa dagana og hafa gott af því rífa sig aðeins upp frá bókunum og breita aðeins um stefnu.

Hafið þið tekið eftir því að flestir trommubrandarar enda þannig að það er gert lítið úr trommaranum? Ég þekki allavegna of marga þannig og það er kominn tími til að brjóta uppúr hefðinni.

Ég vill taka það fram að ég bjó þennan brandara ekki til. Mig minnir að ég heyrði hann fyrst hjá trommumkennaranum mínum til forna honum Jón Björgvinssyni.

Hann ljómar svona.

Af hverju eru trommubrandar alltaf svona einfaldir?

Nú auðvitað svo að bassaleikarinn skilji þá!

P.S. Þetta er allt til gamans gert vonandi móðgist þið ekki og fáið þá tilfinningu að ég sé eitthvað saurga áhugamálið.

Gangi ykkur öllum vel í prófunum.
:)