Þú getur fengið snerla í Tónastöðinni frá “ÞYRL”. Það eru svartir brass snerlar sem eru sömu ættar og með mjög svipaðar skeljar og Ludwig black beauty (en kosta helmingi minna), hafa svipað lúkk og Black beauty. Þeir eru til handhamraðir og óhamraðir. Sigtryggur Baldursson (Sykurmolarnir), Erik Qvick, Páll Sveinsson (Í svörtum fötum) nota þá mikið. Jói Hjöll hefur notað þá í stúdói. Meiriháttar góðir! (enda bý ég þá til ;=)) Kosta ekki nema 45 kall.
Svo geturðu meilað mér (dori @ best . is) ef þú vilt vita meira.
En svona talandi um Ludwig black beauty þá eru það frábærir snerlar. Þeir hafa verið framleiddir frá 1920. RÍN eru með mjög há verð á Ludwig þannig að ég mæli með því að kaupa þá að utan. Það sparar örugglega 10 - 20 kall (eða meira)
Annars voru ÞYRL snerlarnir 3 ár í bígerð og eftir að hafa fengið holl og góð ráð frá mörgum í trommubransanum (þ.á.m. einum fyrrverandi trommusmið hjá Ludwig) þá fór ég af stað með þetta próject. Ég get alveg lofað að þetta eru mjög góðir snerlar og hef fengið meiriháttar komment á þá. Erik Qvick er meira að segja með tvo! En endilega sjáið og heyrið af eigin raun heldur en að trúa mér, það eru nokkrir í Tónastöðinni og svo er hægt að hafa samband við mig beint.
Nú og svo er ég í augnablikinu að smíða tvo Titanium snerla, 14x5.5 og 14x6.5. Þeir verða tilbúnir eftir ca. 2 - 3 vikur.
Þeir í Tónastöðinni eiga 14x5“ svartan brass og einn úr bronsi, sama stærð. Ég er líka með hjá mér 13x7” svartan brass, 14x6.5“ mikið hamraðan og sandblásinn, 5x14” svartan handhamraðan. Minn uppáhalds er 14x5 svartur brass. Hann er fær í alla stíla og hægt er að stilla hann allt frá mjög djúpum og þykkum uppí sky-high. Fer í bæinn á morgun, hendi nokkrum inn þá, svo það verða fleiri til að prófa.
Ég er forfallinn trommunörd og þetta hefur eiginlega komið af sjálfu sér. Ég hef í mörg ár verið að stúdera þetta og fikta, og fengið aðstoð góðra manna erlendis.
Aldrei að vita, en… þetta er dýrt próject og að gera heilt sett er í sjálfur sér ekki svo mikið mál þegar maður er kominn af stað. Ég hef nú þegar möguleika að gera maple og birki sett (læt framleiða skeljar erlendis eftir minni forskrift). Þannig að… fyrst snerlar, svo koma sett vonandi í nánustu framtíð.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..