Ég er í skinna hugleiðungum nema ég hef ekki mikla reynslu af skinnum og ég ætla að skipta um á öllu settinu bæði undir og topp skinn á sónor 2005 settinu mínu.

Ég nota sjálfur evans g2 clear á tommum, eq 2 clear á bassatrommu og hd dry á snerlinum sem sagt allt evans skinn.
Mig langar að prófa eitthvað nýtt og var að pæla í Coated Ambassador frá remo á tommana og ég hef ekki hugmynd um hvað ég eigi að fá mér sneril og bassatrommu hvað þá sem undirskinn.

Ég spila sjálfur aðalega jazz og blús, indie og gamaldags rokk í anda led zeppelin, doors, pink floyd, rolling stones, cream, Fleetwood Mac svo eitthvað sé nefnt.

Mig langar líka að fá að vita hver sé munurinn á coated og clear skinnum.
www.bit.ly/1ehIm17