Hvaða reynslu hafa menn af humbuckerum í single-coil stæði?
Ég er að velta fyrir mér að setja eitthvað álíka í brúnna í Legacy'inn minn og er að leytast eftir frekar mjúku vintage humbucker soundi. Ef verið að skoða það sem Seymour Duncan hafa uppá að bjóða og þar eru helst tveir sem virtust líklegir við fyrstu sýn, annars vegar SL59-1 Little '59 og hins vegar SJBJ-1 JB Jr. Þeir hafa þó verið töluvert gagnrýndir, Little 59 fyrir að hljóma bara alls ekki eins og humbucker og JB Jr. fyrir að vera illa balanceraður og of trebly, s.s. ekki jafn smooth og ég er að leita að. Ekki er ég að fara að spila metal eða neitt slíkt þannig að Hot Rails eru ekki málið og svo er ég almennt ekki hrifinn af ceramic seglum sem SD virðast nánast eingöngu nota í þessa pickupa hjá sér.
Það væri gaman að fá tillögur og reynslusögur af svona humbuckerum í single-coil slot.