Persónulega myndi ég aldrei fara á trommur (ég sucka, kann bara einn takt eða eitthvað hahaha). En ég bara líka hef svo svakalegan áhuga á gítarnum að það uppfyllir öllum mínum “löngunum” eins og þið kölluðuð það.
Pæli eiginlega aldrei mikið í trommum nema þegar maður er að semja þá hlustar maður á hvað manni finnst passa best fyrir lagið. En fyrir utan það er ég bara gítarmaður í húð og hár.
En já, ef ég væri samt sem áður í þínum sporum þá myndi ég bara hugsa út í það hvað ég vildi gera sjálfur. Sjá hvort ég hafi áhuga á að spila á trommur í bandi og koma fram á trommum, læra að spila á trommur og halda áfram að læra og æfa mig sem mest á trommur.
Eða hvort ég vildi frekar spila á gítar og æfa mig sem mest á hann.
Eða þá ef ég vildi bara spila á bæði hljóðfærin, þá yrði ég líklegast ekki neitt geðveikt góður á bæði hljóðfæri en gæti verið bara ágætur.
Gerðu bara það sem þú ert sáttur með, sama hvað aðrir segja. Það sem aðrir segja er auðvitað bara þeirra skoðun en ekki þín þannig að þeir eru að tala út frá sér en ekki þér. Getur fengið viðhorf fólks, en það sem ætti að slá úr um þetta er það hvað þú vilt fyrir sjálfan þig.