Digital magnarar eru mjög góðir til síns brúks, ég er með einn combo í stærri kantinum (þótt hann sé óttarlegt kríli við hliðina á lampahálfstæðunum sem standa við hlið hans uppi í æfingahúsnæði), og hann er það eina sem ég tek með til að heyrist í mér á tónleikum.
Yndislega þægilegt að róta með þetta, og allt sem maður þarf innbyggt í þennan eina litla pakka. Lamparnir hljóma náttúrulega mikið betur, en það er meira vesen að vera að ferðast með þá, svo ég hef þá bara uppi í húsnæði oftast og nýt þeirra í góðra vina hópi á æfingum..
Vettan er orðin alveg suddaleg, eins og þú segir, farin að nálgast lampagræjurnar hratt. En þetta er eins og með svo margt annað, því nær sem þeir komast því erfiðara er að ná lengra, svo það getur verið heillangt í að allir geti verið sáttir, en þær ná örugglega að blekkja andskoti marga nú þegar!
Spiderinn er ágætur til síns brúks, en kannski ekkert mikið meira en það. Það er náttúrulega verið aðeins að spara við framleiðsluna svo hann verður heldur steríll, en hann magnar upp soundið hjá þér, og býður upp á fjöldamörg blæbrigði, mikið fleiri en aðrir magnarar í sama verðflokki, svo þetta er tilvalið fyrir menn sem vita ekki enn hvað þeir vilja. Maður fær bara það sem maður borgar fyrir, svo einfalt er það. Ég persónulega myndi mikið frekar fá mér Spider fyrir æfingamagnara heldur en Valvestate, MG eða Bandit, en það er ekkert sem ég þarf að spá í því ég á þegar einn úr næsta klassa fyrir ofan. =)
Ég stend við líkinguna mína með bílana, best að eiga lítinn japanskan snattara (eða digital magnara) til að nota dagsdaglega, sérstaklega í styttri ferðir og svo flottan amerískan kagga (lampa) inni í skúr á tyllidögum ef maður vill taka góðan rúnt og njóta ferðarinnar (og leyfa öðrum að njóta með).