Ég nota alltaf Micro-Fiber klút, er alltaf með einn slíkann frá Planet Waves sem ég fékk í tónastöðinni. Þessi klútur þurkar öll óhreinindi og kám í burtu en þegar þú kemur við hann kemur kámið aftur.
Þessvegna nota ég alltaf sérstakt bón frá Dunlop, kallast Cream of Carnauba.
http://www.jimdunlop.com/index.php?page=products/pip&id=220&pmh=products/maintenanceÞyrftir helst að fá þér sérstakann klút, svona “polish” klút sem fæst einnig í tónastöðinni til að bera hann á. En bónið sér til þess að loka öllum smávægilegu sprungum og rispum sem gætu verið í body-inu auk þess að það myndar verndarhjúp yfir body-ið í einhvern tíma eftirá. Það virkar þannig að sama hvað þú kemur við hljóðfærið þá kemur ekkert kám.
En Dunlop er með fullt af svona efnum fyrir viðhald á hljóðfærum. Kíktu bara á þetta!
http://www.jimdunlop.com/index.php?page=products/maintenance&cat=12Svo nota ég alltaf sítrónu olíu til að þrífa fretboardið á hálsinum, þarf samt að fá mér fleiri efni til að ná að þrífa hann betur og einnig nota ég sérstaka púss klúta einhverja til þess að pússa böndin þannig að þau gljái aftur :)