Ekki vera of stressaður, það skemmir bara fyrir þér. Vertu bara rólegur, gæjarnir eru helvíti nice og góðir, flestir allavega held ég :D
En það er eiginlega mest undir þér komið að sýna þeim að þú hafir áhuga á að vera þarna og að þú hafir hæfileika. Ekki taka eitthvað Metallica eða Megadeth eða eitthvað svoleiðis, alls ekki taka eitthvað sem þú ert að rembast við að geta spilað. Taktu frekar eitthvað sem þú getur spilað vel og kannt vel!
Ég er að fara núna og ég er að spá í pikka upp eitthvað jazz sóló, skrifa það upp á nótum og spila það fyrir þá yfir upprunalegu upptökuna sem ég myndi þá bara koma með á diski. Fá svo að improvisera sóló og þeir eiga pottþétt eftir að spurja út í skala og hljóma þannig að ég ætla að vera með alla dúrana og mollana (náttúrulegur-, hljómhæfur- og jazzmoll) á hreinu og helst öll mode-in úr þeim (kirkjutóntegundir heitir þetta víst á íslensku). En ekki bara úr Dúr (semsagt Ionian, Dorian, Phrygian, Lydian, Mixolydian, Aeolian, Locrian) heldur helst úr jazzmoll líka (eitthvað eins og Lydian b6, Superlocrian og þetta stuff). Auk þess að jafnvel lesa eitthvað fyrir þá ef þeir vilja það.
Ef ég væri þú þá myndi ég byrja strax að æfa mig, það er helvíti erfitt að komast í þennan skóla. Og þótt margir vilja segja að það sé ekki klíkuskapur þá er samt klíkuskapur þarna. Þeir sem eru í flokki A og B í félaginu fá forréttindi inn í skólann. Þannig að þeir sem þekkja einhvern með félagsskírteini ættu að komast frekar inn í skólann :/