Jæja, getur einhver sagt mér hvar á Íslandi ég get fengið effecta straumbreyti fyrir fleiri en 1 pedall, helst 5 pedala eða fleiri ? Eða á einhver þanning sem vill selja hann ? Takk.
Þetta er nú kannski ekki alveg rétt! Ok smá pínu rafmagnspæling. 1 Pólun þarf að vera rett + og - aðeins mismunandi eftir pedalframleiðendum fyrir utan t.d Whammy sem er með riðstraum og ymsa aðra sem suða séu þeir á daysi chain!
Um daysi chain eða það að vera með eina veggjavörtu (wall wart = lítill spennir hugsaður f einn pedala) og virastubba á milli. samanlögð mótstaða pedalana má ekki vera meiri en það sem wartan getur framleitt. þannig a þú getur t.d oftast verið með 3-4 Boss á sömu keðju en ýmsir aðrir taka bara of mikinn straum. Þá steykirðu spennibreytinn. Pedalarnir sleppa oftast.
Skinsamlegra er að fá sér t.d Bc brick eða Big John sem eru með útgöngum fyrir 5-7 pedala. Þéttum sem eiga að draga úr líkim á hummi og suði og ljósi sem lætur þig vita ef þú ofhleður þá. Stöðin var einhvertíma með Brick en hef ekki séð hann þar lengi. Nota sjálfur nokkra Big Johna.
Annars má líka fá sér aðeins betri straumbreyti frá t.d Íhlutum eða miðbæjarradioi. Og græja snúrurnar sjálfur. Sma smá do it your self ala Gislinn. bar muna að velja nógu stóran og vandaðan spennubreyti og einnig tékka á póluninni á pedölunum.
E
Bætt við 16. apríl 2007 - 20:59 Hey er ég ekki að róta fyrir þig? Skoðaðu riggið hjá Halllla eða Iggga Get örugglega fundið leið fyrir þig til að fá alvöru breyti, ferðu ekki til köben í sumar?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..