Ef maður vill læra að improvisera eitthvað sem er skemmtilegt, eitthvað annað en að spila alltaf upp/niður sömu skalana þá er gott að læra sóló til að fá nokkur lick undir hendurnar. Maður getur svo útfært lickin í allar tóntegundir, öll position, þú getur breytt fingrasetningunum, bætt inn eða tekið út nótur og hrist aðeins upp í þeim. Spila þau á mismunandi strengjum, hoppa yfir strengi í staðin fyrir að spila á samliggjandi strengi. Notað sömu fingrasetningu en allt aðrar nótur…
Það er í raun þannig sem maður á að skoða öll lick og allt sem maður lærir. Ekki bara æfa lickið eða skalann eins og hann kemur fyrir, nota hugmyndarflugið til að gera þetta skemmtilegra. Held að maður græði meira á því en að “læra smá tónfræði” þegar út í improviserun er farið. Maður verður helst að kunna tónfræði en maður getur tekið það svo miklu lengra ef maður virkilega skoðar t.d. sóló og lærir af þeim líka.
P.S. er ekki að reyna að skíta yfir þráðinn þinn hehe, miklu skemmtilegra að geta improviserað sóló sjálfur. En ég er bara að segja að það er samt sem áður eiginlega nauðsynlegt að læra einhver sóló til að verða góður í því að spinna upp sóló sjálfur, ef þú skilur hvað ég á við.