Gibson eru góð hljóðfæri, er búinn að eiga minn elsta í 9 ár næstum,,, þá var erfitt að nálgast þannig grip, enda ekkert Shopusa og netverslanir takmarkaðar og lítið framboð hérna heima (Voru jól þegar Rín fékk inn einn eða tvo Gibsona).
Gibson er gamalt merki og einfaldlega búið að margsanna sig í gæðum og góðri hönnum á hljóðfærum. Engin furða að gítarleikurum langar að eignast eitt stykki Gibson. Mætti alveg segja að Gibson er í tísku, einfaldlega vegna þess að dollarinn er hagstæður og auðvelt að nálgast þá, en samt sem áður er þetta ekkert nýjabrum, heldur klassík sem er búin að lifa í af tugi ára.
Alveg frá því ég var ungur og fékk áhuga á að spila á gítar þá sá ég Gibson Les Paul gítara í gítarblöðum og myndböndum o.s.frv. og sagði við sjálfan mig að ég myndi einhvern daginn eignast þannig hljóðfæri, það tókst á endanum og eina sem ég hafði til viðmiðunar þá voru þeir gítarleikarar sem ég var að fíla í þeim böndum á sínum tíma.
Hef prófað marga gítara í mismunandi verðflokkum og sama hvað aðrir segja og sérstaklega þeir sem eiga EKKI Gibson, mér finnst þetta mjög vönduð hljóðfæri og þau eru ekki ódýr (samt ekki þar sem mér finnst Gibson línan mjög fjölbreytt varðandi verð). Maður greiðir eflaust einhverja dollara eða þúsundkalla aukalega fyrir merkið en mikið af peningunum skila sér í vönduðu hljóðfæri og ekkert vera sár þótt margir í dag átti sig á því sama og þú…. Gibson eru góð hljóðfæri og eru búnir að sanna það í tugi ára.