Ég er ekki trommari en er samt með trommusett sem ég tromma stundum á, verst er að ég get ómögulega látið það sounda alminnilega þrátt fyrir að vera með ágæt skinn þá bara næ ég ekki að stilla það alminnilega.
Ég sá niðrí Tónabúð að þar er svona trommustilli tæki sem kallast Drum Dial, hefur einhver reynslu af þessu ? virkar þetta eitthvað ?
Einnig vill ég spyrja, ég var að pæla hvort það væru ekki til einhverjar góðar síður sem kenna manni einhverja góða tækni við að spila ? Bara svona æfingar sem hjálpa manni að geta orðið aðeins betri en að geta bara þetta basic trommu takta og það.
Fyrir framm þakkir.