Ég keypti mér Les Paul fyrir 2-3 árum og eru einhvern veginn pickupar í honum, bara þessir venjulegu sem koma með… humbuckers eitthvað. Man ekki alveg nákvæmlega hvað þeir heita.
Langaði að spyrja, segjum að ég myndi taka mér fyrir hendur að spila t.d. í hljómsveit sem væri að spila svona post rock tónlist, Mogwai, Explosions in the Sky og jafnvel svona smá Sigur Rós. Þung tónlist og mikið lagt út á svona mjúka tóna. Væru þá einhverjir sérstakir pickupar sem þið mynduð halda að væru betri en aðrir.
Mínir eru svosem ágætir og nenni ekki að fara að þræða og þræða einhver útlend forum þegar ég get spurt hér sem er ekkert vesen. =)