Það spilar rosa mikið inní hvernig tónlist þú ert að framkalla hvernig magnara þú ættir að fá. Líka hvort þú ætlar að fá þér “solid state” eða lampa-magnara. Það skiptir mestu máli að fara í hljóðfærabúðir og prófa magnarana, þá fyrst veistu hvað þú vilt, sándlega séð og þannig. Svo ég nefni nú nokkrar tegundir þá er Marshall mjög klassískur möguleiki og þægilegur þar sem ágætt er að nálgast þá bæði nýja og notaða og ég hef ekkert nema gott að segja um þá. Þeir fást niðrí Rín. Tónabúðin er með Peavey magnarana sem eru ágætisgrey og fást í öllum verðflokkum. Hljóðfærahúsið er með Fender magnara sem eru ágætir en mér finnst þeir frekar dýrir hérna á Íslandi. Síðan er líka sá möguleiki ef þú ert að spá í að fá þér effecta að slá tvær flugur í einu höggi og fá þér magnara með innbyggðum effectum og amp simulation. Þar ber fyrst að nefna Line6 flextone eða spider sem Samspil-nótan er með. Síðan er Behringer sem Tónabúðin er með að ryðja sér til rúms með svipaðar vörur og Line6. Annars eru margir möguleikar og ég mæli með að þú kíkir í búðirnar og metur hvað hentar þér! Í sambandi með kassagítar mæli ég með að kíkja í Tónastöðina!